Skilmálar

1. SKILMÁLAR
Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og þjónustu Donnu ehf. til neytanda.  Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskipti á netinu. 

 

2. SKILGREININGAR
Seljandi er Donna ehf. kt. 611074-0189.  Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi á reikning.  Kaupandi verður að vera að minnsta kosti 16 ára til að versla í netverslun Donna ehf. 

3. SKILARÉTTUR
Hægt er að skila vörum Donna ehf. ef  varan er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgir með. Ef um gallað vöru er að ræða skal hafa samband við Donna ehf.  varðandi skil. Almennur skilafrestur á vörum eru 30 dagar. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda.  Ef vara reynist gölluð greiðir Donna ehf. fyrir endursendingu vörunnar.

4. VERÐ OG VERÐBREYTINGAR
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.  Donna ehf. áskilur sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp.  Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar.  Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.

Við upplýsum viðskiptavini okkar um ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager tímabundið og bjóðum uppá að hún verði send þegar hún verður aftur fáanleg. Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma mun Donna ehf. endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.

5. PERSÓNUVERND
Seljandi fer með allar upplýsingar sem algört trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að ljúka viðkomandi viðskiptum.  Upplýsingar um greiðslukortanúmer koma ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu. Til þess að styðja við þjónustu okkar eru upplýsingar um sölu í netverslun vistaðar í 40 daga og þá gerðar ópersónugreinanlegar. 

6. SENDINGARMÖGULEIKAR OG KOSTNAÐUR
Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram.  

  • Sendingarkostnaður á allar vörur á landsbyggðina er kr. 1.000
  • Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu ef verslað er fyrir meira en kr. 8.900 annars 1.000 kr. sendingargjald.

8. AFHENDINGATÍMI
Afhendingartími er að jafnaði 2-5 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. 

9. ÖRYGGI
Það er 100% öruggt að versla hjá donna.is. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.

10. GREIÐSLUMÖGULEIKAR
Í netverslun Donnu er boðið uppá nokkrar greiðsluleiðir. Í boði er að greiða með öllum helstu greiðslukortum, millifærslu, eða PEI .  Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.

11. MILLIFÆRSLUR
Ef valið er að greiða með millifærslu er óskað eftir því að staðfestingu á greiðslu verði send á netfangið: donna@donna.is  

12. GREIÐSLUKORT
Mögulegt er að greiða með pöntun með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Korta.

13. PEI
Pei er kortalaus greiðsluleið þar sem þú borgar með að fá greiðsluseðil sendan í heimabanka með 14 daga til að borga. Hægt er að fá auka 30 eða 60 vaxtalausa daga til að borga, einnig er hægt að dreifa kaupunum. Ekki er nauðsynlegt að vera forskráður hjá Pei ef verslað er fyrir undir 20.000 kr. Ef þú skráir þig inn á www.pei.is sérð þú þína heildarheimild hjá Pei.

14. FYRIRTÆKJAUPPLÝSINGAR

Donna ehf.
Móhellu 2
221 Hafnarfjörður
Sími: 555-3100
Netfang: donna@donna.is
VSK no: 13777