Karfa

Fréttir

Beaty fyrir hjartahnoð

Donna ehf. er með til sölu Beaty CPR Feedback Device.  BEATY er notað við endurlífgun þegar um skyndilegt hjartastopp er að ræða.  Það eykur skilvirkni við  hjartahnoð.  BEATY er komið fyrir á milli lófa handar og á miðjan brjóstkassann.  Þegar réttri hnoðdýpt er náð þá gefur BEATY hljóðmerki. Hnoðdýpt skiptir máli til að koma á blóðflæði til heilans og draga úr líkum á varanlegum skemmdum. Staðreyndir um skyndilegt hjartastopp Skyndilegt hjartastopp er það kallað þegar hjartað hættir skyndilega að dæla af krafti vegna bilunar á leiðnikerfi hjartans.  Langflest hjartaáföll verða utan sjúkrahúsa og lífslíkur eru innan við 10% (erlendis).  Hægt er að tvö eða þrefalda þær ef hjartahnoði er beitt strax.  Víða um heim er átak í gangi að fræða fólk um mikilvægi hjartahnoðs.  Í núverandi leiðbeiningum evrópska endurlífgunarráðsins, þar sem Endurlífgunarráð Íslands er aðili að, er lögð áhersla á mikilvægi skjótrar greiningar á skyndilegu hjartastoppi og framkvæmd hjartahnoðs.  Ákjósanlegur hraði er 100 -120 hnoð á mínútu og dýpt hnoðsins um 5 cm og ekki meira en 6 cm. Tilgangurinn með hjartahnoði er að koma á blóðflæði til heilans og þar með koma í veg fyrir varanlegar skemmdir.  Komið hefur í ljós að hjartahnoð eingöngu hefur jafnmikil áhrif og hefðbundin endurlífgun með hnoði og blæstri.  Markmið margra rannsókna var að meta gæði endurlífgunar og eftirfylgni með leiðbeiningum um endurlífgun.  Oftar en ekki var hnoðdýpt ófullnægjandi.  Erfitt er að finna rétta hnoðdýpt (5-6 cm) og jafnvel fyrir þjálfaða bráðaliða.  BEATY hjálpar viðbragðsaðila og veitir endurgjöf um hnoðdýptina. BEATY má ekki nota á börn yngri en 8 ára eða sjúklinga sem sýna svörun og lífsmörk.

Ein auðveldasta leiðin til að bjarga mannslífi

Á RÚV var gott viðtal við Hjört Oddsson, hjartalækni, um nauðsyn hjartastuðtækja.  Smellið á hlekkinn til að lesa fréttina og hlusta á viðtalið.   https://www.ruv.is/frett/ein-audveldasta-leidin-til-ad-bjarga-mannslifi

Björgunarsveitin Kyndill fær gjöf í minningu Jennýjar Lilju

Minningarsjóður Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur afhenti Björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri þrjú loftdýnusett til að auðvelda sveitinni störf á vettvangi slysa. Eftir hörmulegt slys við Núpsvötn í desember þar sem þrír létust kallaði liðsmaður Kyndils eftir betri búnaði til að bregðast við alvarlegum slysum sem þessum. „Það þarf einhvern veginn að útvega fjármagn í að hérna sé meiri búnaður til staðar, það er bara þannig. Það eru gríðarlega margir sem fara hérna um og vegalengdirnar eru svo miklar. Það má eiginlega ekkert vanta. Það líður töluverður tími þangað til að þyrlurnar koma og þá þurfum við, þetta fáa fólk sem er hér í þessari viðbragðsstöðu að hafa aðgang að góðum búnaði,“ sagði Björn Helgi Snorrason björgunarsveitarmaður í samtali við Mbl.is daginn eftir slysið. Í tilkynningu frá minningarsjóðum segir að loftdýnusettin séu frá Germa AB og dýnurnar hannaðar til að tryggja hámarksstöðugleika á ferð fyrir slasaða sjúklinga. Jenný Lilja lést af slysförum á bænum Einholti í Biskupstungum þann 24. október árið 2015 en hún var þriggja ára gömul. https://www.visir.is/g/2019190429313

Kiwanisklúbburinn Skjöldur gaf hjartastuðtæki

Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð gaf björgunarsveitunum Tindi í Ólafsfirði og Strákum á Siglufirði sitthvort hjartastuðtækið sem Donna er með til sölu.  Einnig fengu björgunarsveitirnar sitthvoran bakpokann sem eru sérhannaðir til að bera sjúkrabúnað og hjartastuðtæki, hjartastuðtækin eru frá HeartSine og bakpokarnir frá StatPacks.   Skjöldur hefur þegar gefið 5 hjartastuðtæki til stofnana og fyrirtækja í Fjallabyggð,  að auki er eitt tæki í Kiwanishúsinu.  Hugmynd klúbbsins er að kortleggja staðsetningu tækja sem þessara í Fjallabyggð og merkja staðsetningu þeirra inn á götukort og dreifa meðal íbúa. Tækin verða því aðgengileg fyrir íbúa eða gesti þeirra komi upp áföll.   Þetta framtak Skjaldar er til fyrirmyndar því komi til neyðartilfella geta skjót viðbrögð og réttur búnaður bjargað lífi.    

Plástraskammtarar og áfyllingar

Vorum að fá plástraskammtara í hús og sömuleiðis áfyllingar fyrir þá.  Samtals eru 40 tauplástrar eru í hverri einingu og skipt niður í tvær stærðir.  Annars vegar 24 stk. 72 mm x 19 mm og hins vegar 72 mm x 25.  Nánari upplýsingar má finna hér i hlekknum: https://donna.is/products/saramedferdir  

Bátar frá Maritime

Donna hefur selt Aluform og Seabear báta frá Maritime Partner í fjölda ára. Maritime Partner framleiða báta af mörgum stærðum og til ýmissa nota. Hér má nálgast frekari upplýsingar: https://www.facebook.com/maritimepartner/videos/vb.143820568988381/1145598435477251/?type=2&theater&notif_t=notify_me_page&notif_id=1477662517923089     

Hjartastartari með talandi endurlífgunarráðgjafa sem leiðbeinir um rétt hjartahnoð og hjartastartið.

Fullkomnari verður hjálpin varla. Einfalt, fljótlegt og auðvelt í notkun, eins og það þarf að vera á ögurstund. Nýjustu leiðbeiningar evrópska og ameríska endurlífgunarráðsins, sem Endurlífgunarráð Íslands er aðili að, leggja aukna áherslu á hjartahnoð og að það sé rétt framkvæmt. Samaritan er því á réttum tíma með Samartian PAD500, nýjan hjartastartara með endurlífgunarráðgjafa sem leiðbeinir um rétt hjartahnoð.